Verslunarmannahelgin 2023: Guðbergur Reynisson
Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina.
Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og eigandi Cargoflutninga.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Við Elsa verðum á Flúðum með stórfjölskylduna um versló eins og síðustu tíu ár en við eigum sælureit þar sem við reynum að nýta eins oft og við getum eins og reyndar mjög margir Suðurnesjamenn.
Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?
Fjölskylduna og góða skapið auðvitað – og skemmtileg spil ef það skyldi rigna, því það getur alveg verið skemmtilegt líka í góðum félagsskap.
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?
Besta minningin er þegar við fjölskyldan fórum á Unglingalandsmót á Höfn í Hornafirði en alla helgina var kolvitlaust veður. Tjöld og tjaldvagnar rétt stóðu það af sér en fólkið, íþróttakappleikirnir og skemmtunin bætti það þó allt upp.