Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verslunarmannahelgin 2023: Anton Guðmundsson
Laugardagur 5. ágúst 2023 kl. 09:44

Verslunarmannahelgin 2023: Anton Guðmundsson

Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina.

Anton Guðmundsson, bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurnesjabæ.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Ég ætla að skella mér í uppsveitir Suðurlands með fjölskyldunni á hlöðuball með góðu Framsóknarfólki, þar mun ég líka stýra skemmtilegum fjöldasöng við brennuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?

Gítarinn, finið og góða skapið.

Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?

Þegar ég og faðir minn heitinn sungum saman lagið Undir bláhimni á fjöldasöng við brennu í Húsafellsskógi sælla minninga, sú minning yljar manni um hjarta rætur.