Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 27. júlí 2001 kl. 10:46

Verslun sem fáir vita af

Gallerí Björg er staðsett í Fischershúsinu á Hafnargötu 2 í Keflavík. Í galleríinu má m.a. finna falleg peysu- og húfusett á börn, sokka og vettlinga, prjónaða dúka, ámálaða og rennda trémuni, handgerða skartgripi, fallega kertastjaka úr íslensku grjóti, postulín- og leirmuni, lopapeysur af ýmsum gerðum og stærðum að ógleymdum plastpokamottunum, en það er mottur sem heklaðar eru úr plastpokum. Þá hafa ástarvettlingarnir og pelapeysurnar vakið mikla lukku hjá viðskiptavinum gallerýsins auk þess sem Baby born fötin hafa verið vinsæl.

Fáir vita af okkur
Verslunin opnaði árið 1995 en jafnvel íbúar Reykjanesbæjar hafa ekki tekið eftir versluninni. „Ég hef rekið mig á að margir vita ekki að hér sé rekin verslun. Þegar fólk kemur loksins hingað inn er það yfirleitt dolfallið yfir því að hafa misst af þessari verslun allan þennan tíma enda er fjölbreytnin mikil“, segir Nanna Jóhannsdóttir, formaður Gallerí Bjargar.

Áhersla á nytjavörur
Gallerí Björg var með bás á handverkssýningunni sem haldin var í Laugardagshöll í vor þar sem sýndar voru vörur gallerýsins. Lopapeysur Bjargar hafa vakið mikla athygli og hafa verið seldar til Finnlands, Svíþjóðar og annarra landa. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér nógu vel til okkar en Íslendingar hafa verið duglegir að koma. Við höfum fengið til okkar hópa utan af landi sem hafa verið mjög ánægðir með vöruúrvalið hjá okkur“, segir Nanna. Gallerí Björg er opin alla virka daga frá kl. 12-18 nema föstudaga þá er opið frá 13-16.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024