Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Vermont Youth Orchestra í Hljómahöll
Miðvikudagur 24. júní 2015 kl. 09:26

Vermont Youth Orchestra í Hljómahöll

Vermont Youth Orchestra er skólahljómsveit frá Vermontfylki í Bandaríkjunum. Sveitin verður í heimsókn á Íslandi dagana 24. – 30. júní n.k. Hljómsveitin mun halda þrjá tónleika á meðan á dvölinni stendur. Meðal annars verða tónleikar mánudaginn 29. júní kl. 20:00 í Hljómahöll, Reykjanesbæ ásamt hópnum Balk-Ice frá Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Stjórnandi hljómsveitarinnar er Jeffrey Domoto. Aðgangur er ókeypis en tónleikagestum er boðið að styrkja hljómsveitina með frjálsu framlagi.

VYO var stofnuð árið 1963 og er flaggskip þess samstarfsvettvangs sem VYOA (Vermont Youth Orchestra Association) er og dregur til sín ástríðu- og kappsfullt tónlistarfólk frá norður- og mið Vermontfylki, af Adirodackssvæðinu og frá norðurhluta New Hampshire. Hljómsveitin heldur þrjá stóra tónleika á ári hverju í Burlington‘s Flynn Center of the Performing Arts og kemur auk þess fram á viðburðum í nærsamfélaginu, á skólaferðalögum og á hljómsveitamótum ungs tónlistarfólks. Á síðasta áratug hefur VYO haldið tónleika í Kína, Frakklandi, Þýskalandi og Tékklandi og er nú stödd á ferðalagi á Íslandi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024