Verkalýðsfélag nemenda
Nýtt skólaár er hafið og nemendur á öllum stigum flykkjast aftur á skólabekk. Félagslíf og hagsmunir nemenda í Fjölbrautaskóla Suðurnesja velta fyrst og fremst á þeirri stjórn sem kosin er í lok vors. Að loknum kosningum stóð Ellert Hlöðversson uppi sem formaður félagsins og aðrir sem í stjórn eru: Atli Már Gylfason, varaformaður, Sigrún Erla Eyjólfsdóttir, gjaldkeri, Bergþóra Ólöf Björnsdóttir, ritari og Unnur Svava Sverrisdóttir formaður skemmtinefndar. Nýnemi í stjórn hefur enn ekki verið kosinn en það verður gert von bráðar.
Nemendafélag Fjölbrautaskólans hefur verið starfrækt um langat skeið og hefur hagsmunavörslu nemenda sem lögboðið hlutverk. Auk þess sér félagið til þess að nemendum standi til boða félagslíf af ýmsu tagi. „Hápunktar haustannar eru busavígsla og Hljóðneminn“, segir Ellert um komandi haust. „Við stefnum einnig að þátttöku í Íslensku dagsverki en það yrði í fyrsta skipti sem FS tæki þátt í því.“ Eitt helsta stefnumál nýrrar stjórnar er hinsvegar að efla hagsmunagæslu og „...búa þannig um að hægt sé að leita til stjórnar“, eins og Ellert orðar það.
Um 500 nemendur eru í félaginu eða um það bil 70% af nemendum skólans. „Því miður nýta ekki allir nemendur þennan rétt til að vera í félaginu sem er slæmt því við erum hagsmunafélag nemenda við skólann, e.k. verkalýðsfélag nemenda.“ Félagslíf í skólanum hefur verið á hraðri uppleið á undanförnum árum og hafa nemendur almennt verið ánægðir með starfsemi fyrri stjórna. Hægt er að hafa samband við stjórn Nemendafélagsins á skrifstofu þess í skólanum en áhugi nemenda á starfi félagsins hefur farið vaxandi, og er það breyting til batnaðar að mati Ellerts. „Við erum til staðar ef eitthvað kemur upp á og það er hagur nemenda að taka þátt í félagsstarfinu,“ segir Ellert að lokum og bætir við að aldrei er of seint að borga NFS-gjöldin og taka þar með þátt í því mikla og göfuga starfi sem innan félagsins er unnið.
Nemendafélag Fjölbrautaskólans hefur verið starfrækt um langat skeið og hefur hagsmunavörslu nemenda sem lögboðið hlutverk. Auk þess sér félagið til þess að nemendum standi til boða félagslíf af ýmsu tagi. „Hápunktar haustannar eru busavígsla og Hljóðneminn“, segir Ellert um komandi haust. „Við stefnum einnig að þátttöku í Íslensku dagsverki en það yrði í fyrsta skipti sem FS tæki þátt í því.“ Eitt helsta stefnumál nýrrar stjórnar er hinsvegar að efla hagsmunagæslu og „...búa þannig um að hægt sé að leita til stjórnar“, eins og Ellert orðar það.
Um 500 nemendur eru í félaginu eða um það bil 70% af nemendum skólans. „Því miður nýta ekki allir nemendur þennan rétt til að vera í félaginu sem er slæmt því við erum hagsmunafélag nemenda við skólann, e.k. verkalýðsfélag nemenda.“ Félagslíf í skólanum hefur verið á hraðri uppleið á undanförnum árum og hafa nemendur almennt verið ánægðir með starfsemi fyrri stjórna. Hægt er að hafa samband við stjórn Nemendafélagsins á skrifstofu þess í skólanum en áhugi nemenda á starfi félagsins hefur farið vaxandi, og er það breyting til batnaðar að mati Ellerts. „Við erum til staðar ef eitthvað kemur upp á og það er hagur nemenda að taka þátt í félagsstarfinu,“ segir Ellert að lokum og bætir við að aldrei er of seint að borga NFS-gjöldin og taka þar með þátt í því mikla og göfuga starfi sem innan félagsins er unnið.