Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. mars 2000 kl. 14:47

Verk meistaranna alltaf vinsæl

-segir Þorsteinn Marteinsson í Pennanum - Bókabúð Keflavíkur Orðabækur, penna- og ferðatöskusett standa fyrir sínu sem fermingargjafir, að sögn Þorsteins Marteinssonar, verslunarstjóra í Pennanum-Bókabúð Keflavíkur. „Það sem er nýtt hjá okkur núna eru ódýrir og góðir skrifborðsstólar og tölvuprentarar frá Canon. Verk Halldórs Laxness og ljóð Tómasar Guðmundssonar og Steins Steinars eru alltaf vinsælar gjafir. Litlu tilvitnanabækurnar, eins og Íslensk orðsnilld, eru tilvaldar fyrir þá sem vilja kom með kveðju. Við erum líka með sérstök peningagjafakort og umslög“, sagði Þorsteinn í bókabúðinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024