Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verk Björgvins Tómassonar kynnt í listasal BG
Fimmtudagur 11. mars 2010 kl. 09:17

Verk Björgvins Tómassonar kynnt í listasal BG


Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum verða listasalir BG í Grófinni opnir um helgina. Þar verða m.a. kynnt verk Björgvins Tómassonar, orgelsmiðs, sem hefur teiknað, hannað og smíðað yfir 30 orgel í kirkjur landsins frá árinu 1988 þegar Akureyrakirkja tók í notkun nýtt orgel eftir hann. Björgvin smíðaði m.a. nýtt orgel í Grindavíkurkirkju sem tekið var í notkun og vígt haustið 2007.

Björgvin hlaut heiðursviðurkenninguna Iðnaðarmaður ársins 2009 hjá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur fyrir faglegt og listrænt handverk og fyrirmyndar rekstur iðnfyrirtækis.
Björgvin lauk tónmenntakennaraprófi 1977 og árið eftir hélt hann til Þýskalands til náms  í orgelsmíðum. Hann lauk sveinsprófi 1983 og starfaði hjá meistara sínum fram á mitt ár 1986 uns hans sneri aftur heim og hóf eigin rekstur.
Í listasölum BG stendur nú yfir sýning á handverki félaga úr Iðnaðarmannafélagi Suðurnesja fyrr og nú. Einnig stendur yfir sýning á verkum sem hópur listamanna í Reykjanesbæ setti upp á síðustu Ljósanótt í Keflavíkurkirkju undir heitinu Leyfið börnunum að koma til mín.
---

VFmynd/elg - Björgvin Tómasson smíðað m.a. hið volduga orgel í Grindavíkurkirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024