Verður að vinna um verslunarmannahelgina
- Verslunarmannahelgarspurningar Víkurfrétta
Hallgrímur Hjálmarsson
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Ég verð að vinna um versló.
Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Nei, en ég var reyndar að vinna síðustu versló líka. Það er alltaf gaman að breyta til en þjóðahátíð hefur oftast verið fyrir valinu.
Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Þjóðhátíð 2012, það var geggjað veður og sól allan tímann, svo missti ég líka sveindóminn þarna á laugardeginum.
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?
Góða skapið, skemmtilegt fólk og útilega! Svo skemmir sólin ekki fyrir.
Hvað ertu búin að gera í sumar?
Það er mest lítið, skellti mér reyndar norður á Akureyri í sólina í byrjun júlí en ætli ég bíði ekki með utanlandsferð þar til í vetur svo ég missi ekki af öllu „góða veðrinu” hérna heima.
Hvað er planið eftir sumarið?
það eru svona nokkrir hlutir í stöðunni en er sennilega að fara að breyta til eitthvað í vinnu í haust en það kemur í ljós, svo er nú planið að fara að hreyfa sig loksins og ná af sér bjórbumbunni.