Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verður á Mallorca um verslunarmannahelgina
Laugardagur 4. ágúst 2018 kl. 08:00

Verður á Mallorca um verslunarmannahelgina

- Verslunarmannahalgarspurnignar Víkurfrétta

Davíð Harðarsson

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Verð staddur á Mallorca með fjölskyldunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ertu vanaföst/fastur um Verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Áður fyrr var Þjóðhátíð í Eyjum fastur liður - nú er það mjög misjafnt hvað ég geri.

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Fyrsta Þjóðhátíðin er eftirminnilegust - það er einhver sérstök stemmning í eyjum sem ekki er hægt að lýsa í orðum.

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
Njóta , hvort sem það er á útihátíð eða í slökun heima við.

Hvað ertu búinn að gera í sumar?
Reynt að drekka í mig þessar fáu klukkustundir sem við höfum fengið af sól og sumri hér á Reykjanesinu. Vinnan hefur einnig þvælst eitthvað fyrir. Ég skrapp til Eyja á Orkumótið í fótbolta með flottum guttum úr Þrótti Vogum og svo styttist í alvöru sumar hjá mér þar sem ég er á leið til Mallorca í 2 vikur.

Hvað er planið eftir sumarið?
Koma öllu í rútínu á ný, skólinn hjá krökkunum og vinnan hjá mér af fullum krafti.