Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 1. ágúst 2001 kl. 10:33

Verðlaunagarður 2001 í Garði

Um allt land eru eigendur fallegra garða verðlaunaðir fyrir garðana. Íbúar í Garði eru þar enginn undanþága. Umhverfisnefnd Gerðahrepps veitti eigendum fallegustu garðanna í Garði viðurkenningar sl. fimmtudag. Sjá mynd hér að neðan.
Eigendur Sunnubrautar 25, Vilberg Þorveldsson og Helena Rafnsdóttir fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi lóðar. Þá voru eigendum Klapparbrautar 14, Guðjóni Ívarssyni og Erlu Elísdóttur veitt viðurkenning fyrir snyrtilega lóð. Verðalaunagarður 2001 var valinn garðurinn að Einholti en eigendur hans eru Þorsteinn Einarsson og Kolbrún Sigfúsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024