Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 7. september 2002 kl. 10:31

Velkomin á Ljósanótt í Reykjanesbæ 2002

Aðalhátíðardagur Ljósanætur 2002 í Reykjanesbæ er genginn í garð. Nú er fallegt veður á Suðurnesjum, skýjað og logn. Kjörið veður til að njóta fjölbreyttrar dagskrá sem í boði er fyrir alla fjölskylduna. Dagskrá Ljósanætur 2002 má sjá hér á síðunni undir dagbók eða með því að smella á auglýsinguna Ljósanótt.is, ofarlega til hægri.Víkurfréttir standa frétta- og mannlífsvakt í allan dag og setja inn myndir frá viðburðum dagsins með reglulegu millibili, þannig að þeir sem ekki komast til Reykjanesbæjar, geti a.m.k. fylgst með því sem er að gerast í Víkurfréttum á netinu.

Velkomin á Ljósanótt í Reykjanesbæ 2002.

Starfsfólk Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024