Velja best skreytta húsið í Grindavík
Rafverktakafyrirtækið TG Raf í Grindavík ætlar að hressa upp á jólaundirbúninginn í bænum þessi jólin með jólamarkaði og jólaleik. Leikurinn gengur út að það að dómnefnd velur best skreytta húsið í Grindavík og húsráðendur hljóta að launum 49 tommu Samsung flatskjá. Þriggja manna dómnefnd mun rúnta um bæinn eftir klukkan 20:00 þann 22. desember, ráða ráðum sínum og velja best skreytta húsið í Grindavík þessi jólin. Vinningurinn verður svo keyrður heim að dyrum í hádeginu á Þorláksmessu.
Jólamarkaður TG Raf verður opnaður á morgun, laugardaginn 26. nóvember. Þann dag verður opið frá klukkan 12 til 15. Frá 28. nóvember til 16. desember verður jólamarkaðurinn opinn alla virka daga frá klukkan 15 til 18. Á boðstólum verður ýmis jólavarningur, kaffi, smákökur og létt jólatónlist. Jólamarkaðurinn verður í húsi TG Raf að Staðarsundi 7.