Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel sóttur PBS dagur í Háaleitisskóla
Mánudagur 14. nóvember 2011 kl. 09:08

Vel sóttur PBS dagur í Háaleitisskóla

PBS dagurinn var haldinn í Háaleitisskóla á Ásbrú, fimmtudaginn 3. nóvember síðastliðinn. Að honum stóðu 10 grunnskólar sem starfa eftir agakerfi PBS eða stuðningi við jákvæða hegðun. Þrír grunnskólar í Reykjanesbæ starfa samkvæmt því, Holtaskóli, Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli, aðrir skólar eru á höfuðborgarsvæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Starfsfólk Háaleitisskóla hóf innleiðingarferli þessa sama kerfis síðastliðinn september. PBS dagurinn var vel sóttur en um 320 kennarar og starfsfólk mættu og það er frábær þátttaka. Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, setti samkomuna og síðan hlýddu fundarmenn á erindi Gabríelu Sigurðardóttur um nám og hegðun og Helga Sigurðar Karlssonar um aðferðir og tæki til bekkjarstjórnunar.


Eftir kaffihlé voru málstofur þar sem fundargestir gátu valið að hlusta á stutt erindi og koma með fyrirspurnir. Ester Ingvadóttir hélt erindi um að ná flugfærni með beinni kennslu, endurteknum æfingum og hvatningarkerfi, Inga Dröfn Wessmann um áhrif táknbundinnar styrkingar, Sigurður Þorsteinsson, yfirsálfræðingur fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, fjallaði um hvernig PBS kerfið virkar gegn kulnun í kennarastarfinu og síðast en ekki síst var Helgi Sigurður Karlsson með málstofu um viðbrögð við óæskilegri hegðun og leiðréttingu hennar.


Þátttakendum gafst einnig kostur á að sjá ýmis sýnishorn af því sem verið er að vinna með innan skólanna, t.d. spil, myndbönd og veggspjöld svo eitthvað sé nefnt. PBS teymi Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla áttu veg og vanda að þessari samkomu og það tókst mjög vel með dyggri aðstoð starfsmanna í Háaleitisskóla.