Vel sótt Vorsýning í Heiðarskóla
Fjöldi gesta sótti Vorsýningu Heiðarskóla í síðustu viku.
Gestir skoðuðu muni sem nemendur höfðu unnið að um veturinn, fylgdust með atriðum á sviði, heimsóttu stofur og tóku þátt í dansi í íþróttahúsinu. Þá komu einnig mjög margir til að borða hádegisverð með börnum sínum.
Dagurinn var sérstaklega ánægjulegur fyrir alla sem að hionum komu og vilja starfsfólk og nemendur Heiðarskóla þakka gestum kærlega fyrir komuna.
Einnig þakka þau forsvarsmönnum Skólamatar fyrir ánægjulegt samstarf og rausnarlegt boð en Skólamatur bauð gestum á sýningunni í mat.
Fleiri myndir má sjá í Ljósmyndasafni VF hér til hægri á síðunni og einnig á heimasíðu skólans: www.heidarskoli.is
VF-myndir/Þorgils