Vel sótt sýning í Garði
Fjölmargir lögðu leið sína í Garðinn í dag en um helgina stendur yfir stór sýning þar sem sérstaða fyrirtækja, stofnana og einstaklinga í Garði er í brennidepli. Sýningin, sem er hluti af afmælisdagskrá bæjarfélagsins, fer fram í íþróttamiðstöðinni í Garði og taka hátt í 50 sýnendur þátt í henni. Sýningin verður einnig á morgun frá kl. 10 – 17 og er aðgangur ókeypis.
Svipmyndir frá deginum má sjá á ljósmyndavefnum hér á vf.is.
VFmynd/Guðsteinn Fannar Ellertsson.