Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel sótt sýning bátafélagsmanna í DUUS
Sunnudagur 6. júní 2004 kl. 18:40

Vel sótt sýning bátafélagsmanna í DUUS

Sýning bátafélagsmanna á bátalíkönum af u.þ.b. 30 Suðurnesjabátum var opnuð á föstudag í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsu. Við opnunina voru viðstaddir nemendur úr Frístundaskólanum sem þótti fróðlegt að skoða bátana. Erindi fluttu menningarfulltrúi og Árni Johnesn og Ólafur Björnsson fyrir hönd bátafélagsmanna en þeir stefna að því að auka veg bátasafnsins enn frekar.
Líkönin eru í eigu ýmissa aðila og má þar sjá marga af þekktustu bátum Suðurnesjaflotans.  Við þetta tækifæri voru Bátasafninu afhent nokkur líkönin til eignar.
Á opnunardaginn komu um 400 gestir á sýninguna en hún hefur verið opin alla helgina og lauk nú síðdegis. Meðfylgjandi mynd er frá opnuninni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024