Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 20. september 2002 kl. 14:08

Vel sótt slysavarnanámskeið í Keflavík

Að frumkvæði nokkurra mæðra í Reykjanesbæ hélt Árvekni námskeið í Reykjanesbæ um slys á börnum, forvarnir og skyndihjálp. Herdís L. Storgaard, framkvæmdastjóri Árveknis, var leiðbeinandi á námskeiðinu auk þess sem Rannveig Einarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar veitti upplýsingar um þau verkefni sem Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar hefur staðið fyrir á þessum vettvangi. Námskeiðið var haldið dagana 18. og 19. september sl. í Holtaskóla og sóttu 25 foreldrar námskeiðið.Árvekni, sem er átaksverkefni í slysavörnum barna og unglinga, er ætlað að efla og samhæfa aðgerðir þeirra sem þegar vinna að slysavörnum barna og unglinga. Árvekni hefur unnið í því að bæta skráningu barna- og unglingaslysa, skilgreina brýnustu verkefni og leiðir til úrbóta og samhæfa aðgerðir til fræðslu og forvarna. Einnig hefur Árvekni veitt ráðgjöf um slysavarnir þessa aldurshóps og tekið við ábendingum um slysagildrur og tilkynningum um slys.
Hjá Reykjanesbæ falla öryggismál barna undir Barnaverndarnefnd og hefur nefndin á sl. árum unnið að ýmsum verkefnum til að tryggja öryggi barna í umhverfinu og má þar nefna ábendingar varðandi slysahættur og tilmæli til foreldra, gátlistar hafa verið sendir út o.fl. Símsvari hefur verið settur á laggirnar og eru bæjarbúar hvattir til að hringja og benda á slysahættur og úrbætur hvað þær varðar. Símanúmer símsvarans er 421-6780.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024