Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel sótt sagnakvöld
Mánudagur 30. janúar 2006 kl. 12:01

Vel sótt sagnakvöld

Leiðsögumenn Reykjaness ses. hafa staðið fyrir sagnakvöldum í vetur.
Greinilegt er að mikill áhugi er fyrir uppákomum sem þessum og hafa
sagnakvöldin verið vel sótt. Síðasta sagnakvöld Leiðsögumanna Reykjaness
var í Kálfatjarnarkirkju. Kirkjan var full og góð
stemmning ríkti á meðal gesta.

Sigrún Franklín, Viktor Guðmundsson og Ómar Smári Ármannsson leiðsögumenn
höfðu framsögu og fræddu viðstadda um sagnir, menjar og minjar við
Kálfatjörn, seljabúskap í heiðinni og frækna fiskimenn á Vatnsleysuströnd
á 19 öld. Snæbjörn Eiríksson, skólastjóri í Vogum, sagði frá nýstofnuðu
minjafélagi Vatnsleysustrandar og Þorvaldur Örn Árnason hélt uppi
fjöldasöng.

Sagnakvöldið var haldið í samvinnu við Markhús - Hús ehf., FERLIR og
Minjafélag Vatnsleysustrandar sem sá um kaffiveitingar. Tókst sagnakvöldið
í alla staði mjög vel og fóru gestir heim margfróðari um sitt nánasta
umhverfi.

Sjá nánar, www.reykjanesguide.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024