Vel sótt “kvennakvöld” hjá framsókn
Fjöldi kvenna á öllum aldri tók þátt í kvennakvöldi sem bar yfirskriftina “Kveikjum í konum” en það var haldið í Framsóknarhúsinu sl. sunnudagskvöld. Kvennakvöldið var samstarf Landssambands Framsóknarkvenna og Bjarkar félags Framsóknarkvenna í Reykjanesbæ.Heiðursgestur kvöldsins var Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og veislustjóri var Guðný Kristjánsdóttir, sem skipar 3. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. Boðið var upp á léttar veitingar og skemmtiefni af ýmsu tagi t.d. töfrabrögð, tónlistarflutning og fjöldasöng. Skemmtikraftarnir fóru á kostum en það voru Kjartan Már Kjartansson, Freyr Sverrisson, Jón Marinó Sigurðsson og Helgi Hannesson.
Allar konurnar skemmtu sér mjög vel enda kvöldið vel heppnað í alla staði. Í lokin voru þær heppnu leystar út með veglegum happdrættisvinningum.
Allar konurnar skemmtu sér mjög vel enda kvöldið vel heppnað í alla staði. Í lokin voru þær heppnu leystar út með veglegum happdrættisvinningum.