Vel sótt Bókakonfekt í Reykjanesbæ
Hið árlega Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Pennans-Bókabúðar Keflavíkur var haldið á laugardaginn var í Listasafni Reykjanesbæjar, Duushúsum. Höfundarnir Úlfar Þormóðsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Jón Kalman Stefánsson lásu úr verkum sínum og Alexandra Chernyshova, sópransöngkona frá Úkraínu, söng nokkur einsöngslög við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur. Hátíðin var vel sótt en salur listasafns Reykjanesbæjar var þéttsetinn.