Vel mætt í Bláa Lóns gönguna
Hin árlega menningar- og söngutengda Bláa Lóns ganga fór fram á öðrum degi páska. Hún gekk ljómandi vel en gengið var um nágrenni Bláa Lónsins, undir leiðsögn Sigrúnar Jónsdóttur Franklín. Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Gengið var meðal annars um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól, farið með Skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með norðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þá verður gengið yfir að athafnasvæði HS Orku hf. og endað í Bláa Lóninu. Hátt í 70 göngugarpar mættu að þessu sinni.