Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel mætt á myndlistarsýningu í Duushúsum
Laugardagur 8. maí 2004 kl. 19:16

Vel mætt á myndlistarsýningu í Duushúsum

Í dag opnaði listmálarinn Margrét Jónsdóttir sýningu á verkum sínum í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum.
Um er að ræða málverk úr myndröðinni IN MEMORIAM sem eru unnin með eggtemperu á pappír. Verkin vann Margrét á vinnustofu sinni í París á árunum 2003 og 2004.
Þegar ljósmyndara Víkurfrétta leit við fyrr í dag  höfðu um 200 gestir komið á sýninguna og voru allir ánægðir með það sem bar fyrir augu.
Sýningin er opin frá 13.00 – 17.30 alla daga og stendur til 20. júní.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024