Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vel heppnuð sumarnámskeið og spennandi haust framundan hjá MSS
Þriðjudagur 26. júní 2007 kl. 09:51

Vel heppnuð sumarnámskeið og spennandi haust framundan hjá MSS

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum bauð nú í maí og júní upp á ýmis skemmtileg  sumarnámskeið svo sem golfnámskeið, göngunámskeið, grillnámskeið og ljósmyndanámskeið. Mjög góð þátttaka var á námskeiðunum og greinilegt að Suðurnesjabúar voru hressir í sumarbyrjun. Fullbókað var á mörg námskeið og þurfti að bæta við auka námskeiðum til að allir kæmust að.


Nú eru starfsmenn MSS í óðaönn við að undirbúa haustið. Fjöldinn allur af spennandi námskeiðum verður í boði á haustönninni og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að lesa sér til um námskeið haustsins á heimasíðu Miðstöðvarinnar www.mss.is og farið er að taka við skráningum fyrir haustið. Enn eiga þó námskeið eftir að bætast við og munu þau koma inn á heimasíðuna fljótleg. Námskrá haustsins kemur svo út seinnipart ágústmánaðar og verður borin inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Fréttatilkynning frá MSS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024