Vel heppnuð söguganga
- um gömlu Keflavík.
Fjölmennur hópur lét smá súld ekki aftra sér og mætti við Duushús til að fara í sögugöngu um gömlu Keflavík, sem er hluti af hátíðardagskrá Ljósanætur. Rannveig Garðarsdóttir, sem ávallt er þekkt sem Nanný, leiddi gönguna og fékk til liðs með sér þrjá herramenn sem sögðu fá sínum húsum og komu með skemmtileg innlegg og fróðleik. Létt var yfir hópnum sem fannst bara fínt að fá smá úða í andlitið og einhverjir höfðu það á orði að hann væri bara hressandi eftir gleði gærkvöldsins.
Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Víkurfrétta í göngunni.
Með réttu græjurnar svo að vel heyrist til allra.
Nanný undirbýr hópinn.
Bæjarstjórinn, Kjartan Már Kjartansson, var mættur og knúsaður í bak og fyrir.
Þessi voru rosalega hress.
Nokkrum þótti öruggara að hafa með sér regnhlíf og jafnvel hanska.
Það var einnig gengið á fjórum.
Hópurinn arkar af stað.
Göngufólk hlustaði af athygli.
Nanný var hress eins og alltaf.
Gestir urðu margs vísari enda sögumenn fróðir um margt í sögu svæðisins.
Þessari leið best undir regnhlífinni en hlustaði af mikilli athygli.
Eins og sjá má var hópurinn fjölmennur.
Gott að fá mömmuknús.
Oft var skellt upp úr.
Meðal söguslóða var bílaplanið við bæjarskrifstofurnar.
Einnig var lesið upp úr gamaldags og heimilislegum deiluskipulagsfundargerðum.
Og fólki var skemmt.
Hátíð í bæ á Ljósanótt.
VF/Olga Björt