Vel heppnuð Páskaeggjaleit í Bótinni
- Um 250 manns leituðu að Páskaeggjum í Bótinni í Grindavík
Velheppnuð Páskaeggjaleit Sjálfstæðisfélags Grindavíkur fór fram sl. laugardag í Bótinni Grindavík. Um 250 manns mættu í leitina í fínasta veðri þótt svolítið hafi að vísu blásið.
Börnin leituðu þar til öll egg voru komin í hús en fullorðna fólkið gæddi sér á kleinum og heitu Swiss Miss á meðan. Sum börnin voru heppnari en önnur en engin fór tómhentur heim.
Þetta er í annað skiptið sem Sjálfstæðisfélagið heldur Páskaeggjaleit laugardaginn fyrir Pálmasunnudag og er atburðurinn vissulega kominn til að vera.
	
	
	
	
	
	
	


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				