Vel heppnuð og metnaðarfull sýning
Leikfélag Keflavíkur og NFS frumsýnu á föstudagskvöldið söngleikinn Slappaðu af eftir Felix Bergsson og var húsfyllir í Frumleikhúsinu. Sögusvið verksins er 7. áratugur síðustu aldar þar sem kallast á í suðupotti allsherjar togstreitu ást og hatur, sorg og gleði, vinstri og hægri í tíðaranda kaldastríðsins og baráttu kynjanna. Óhætt er að segja að vel takist til og ungu leikurunum tekst vel að koma til skila erkitýpum þessa tímabils sem verkið fjallar um.
Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð og danshöfundur Bryndís Einarsdóttir.
Næstu auglýstu sýningar verða fimmtudaginn 4. nóvember, laugardaginn 6. nóvember og sunnudaginn 7. nóvember.
VFmyndir/elg.