Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vel heppnuð dagskrá Safnahelgar í Vogum
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir vísnasöngkona.
Mánudagur 23. mars 2015 kl. 08:30

Vel heppnuð dagskrá Safnahelgar í Vogum

Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki sýnt sparihliðarnar um safnahelgina lét fólk það ekki á sig fá og tók þátt í áhugaverðri dagskrá í Vogum. Frá þessu er greint á vefsíðu Voga. 

Á bókasafninu stóð Norræna félagið í Vogum fyrir sýningu á ýmsum munum sem tengjast hinum Norðurlöndunum og norrænu samstarfi. Margir áhugaverðir munir í eigu íbúa voru til sýnis. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir vísnasöngkona söng og lék nokkur lög frá Norðurlöndunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Álfagerði minntist Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar aldarafmælis rithöfundarins Jóns Dan Jónssonar, en hann fæddist einmitt á Vatnsleysuströnd.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru um helgina, ljósmyndarar voru þeir Sveinn V. Steingrímsson og Ragnar J. Henriksson. 

Norrænir munir. 

Fleiri norrænir munir. 

Margt var um manninn í Álftagerði. 

Marta og Ivan í Norræna Félaginu tala við gesti á bókasafninu.