Vel heppnaður Reykjanesdagur hjá bifhjólaköppum
Síðastliðinn laugardag héldu Ernir, bifhjólaklúbbur Suðurneja, sinn árlega Reykjanesdag. Safnast var saman við 88húsið og farið þaðan út á Reykjanes þar sem skoðuð var nýja virkjunin.
Þaðan var haldið aftur til Reykjanesbæjar, Helguvíkur, Garðinn og Sandgerði þar sem Fræðasetrið var skoðað, dagurinn endaði síðan hjá versluninni Icebike, Iðavöllum 10 í Reykjanesbæ. Verslunin sérhæfir sig í sölu á mótorhjólum og vörum tengdum mótorhjólasporti, þar sem tekið var á móti okkur með kaffi, gosi og samlokum.
Viljum við þakka Icebike, Sparisjóðinum í Keflavík, Hitaveitu Suðurnesja hf. og Fræðasetrinu í Sandgerði fyrir þeirra stuðning.
Stjórn Arna, bifhjólaklúbbs Suðurnesja
Þaðan var haldið aftur til Reykjanesbæjar, Helguvíkur, Garðinn og Sandgerði þar sem Fræðasetrið var skoðað, dagurinn endaði síðan hjá versluninni Icebike, Iðavöllum 10 í Reykjanesbæ. Verslunin sérhæfir sig í sölu á mótorhjólum og vörum tengdum mótorhjólasporti, þar sem tekið var á móti okkur með kaffi, gosi og samlokum.
Viljum við þakka Icebike, Sparisjóðinum í Keflavík, Hitaveitu Suðurnesja hf. og Fræðasetrinu í Sandgerði fyrir þeirra stuðning.
Stjórn Arna, bifhjólaklúbbs Suðurnesja