Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel heppnaður Reykjanesdagur hjá bifhjólaköppum
Miðvikudagur 26. júlí 2006 kl. 14:42

Vel heppnaður Reykjanesdagur hjá bifhjólaköppum

Síðastliðinn laugardag héldu Ernir, bifhjólaklúbbur Suðurneja, sinn árlega Reykjanesdag. Safnast var saman við 88húsið og farið þaðan út á Reykjanes þar sem skoðuð var nýja virkjunin.

Þaðan var haldið aftur til Reykjanesbæjar, Helguvíkur, Garðinn og Sandgerði þar sem Fræðasetrið var skoðað, dagurinn endaði síðan hjá versluninni Icebike, Iðavöllum 10 í Reykjanesbæ. Verslunin sérhæfir sig í sölu á mótorhjólum og vörum tengdum mótorhjólasporti, þar sem tekið var á móti okkur með kaffi, gosi og samlokum. 

Viljum við þakka Icebike, Sparisjóðinum í Keflavík, Hitaveitu Suðurnesja hf. og Fræðasetrinu í Sandgerði fyrir þeirra stuðning.

Stjórn Arna, bifhjólaklúbbs Suðurnesja
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024