Vel heppnaður fundur um menningarstefnu Reykjanesbæjar
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hélt um helgina vel heppnaðan fund um menningarstefnu Reykjanesbæjar en þar tóku þátt í undirbúningi stefnunnar fulltrúar frá menningarfélögum í bæjarfélaginu og aðrir áhugasamir um blómstrandi menningu.
Gísli Sverrir Árnason fjallaði á fundinum um menningarstarf á Austurlandi en að fyrirlestri loknum var fundarmönnumskipt upp í umræðuhópa.
Niðurstöður þeirra verða nýttar við mótun menningarstefnu Reykanesbæjar.
Af vef Reykjanesbæjar