Vel heppnaðri menningarviku lokið í Grindavík
Menningarviku Grindavíkur lauk síðasta sunnudag þegar Gunnar Þórðarson hélt tónleika á kaffihúsinu Bryggjunni. Menning í sinni víðustu merkingu hefur skipað stóran sess í Grindvísku samfélagi síðustu vikuna. Menningarvikan tókst með miklum ágætum og var dagskráin ansi fjölbreytt og mikið af heimafólki steig fram á sjónarsviðið.
Myndir frá lífinu í Grindavík má sjá inn á heimasíðu Grindvíkinga.