SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Vel heppnaðir Vitadagar í Suðurnesjabæ
Þriðjudagur 2. september 2025 kl. 14:59

Vel heppnaðir Vitadagar í Suðurnesjabæ

Vel heppnuðum Vitadögum - hátíð milli vita er lokið í Suðurnesjabæ. Fjölbreytt dagskrá stóð yfir frá mánudegi og til sunnudags í báðum byggðakjörnum Suðurnesjabæjar.

Bæjarhátíðin náði svo hámarki síðasta laugardagskvöld með hátíð á Garðskaga þar sem skemmtun var á sviði sem síðan lauk með myndarlegri flugeldasýningu. Áætlað er að um 2.000 manns hafi verið á hátíðarsvæinu á laugardagskvöldið.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Hátíðin fór vel fram og lögreglan sá ástæðu til að að hrósa gestum en allir sem yfirgáfu svæðið akandi voru með sín mál á hreinu og enginn undir áhrifum áfengis við stýrið.

Flugeldasýninguna má sjá í myndskeiði með fréttin og myndasafn frá laugardeginum er einnig neðst á síðunni. Þá eru hér einnig tenglar á myndasöfn Vitadaga en Magnús Orri Arnarson var á ferðinni í Suðurnesjabæ og myndaði það sem fyrir augu bar á hátíðinni.

Svipmyndir frá mánudegi

Svipmyndir frá þriðjudegi

Svipmyndir frá miðvikudegi

Svipmyndir frá fimmtudegi

Svipmyndir frá föstudegi

Laugardagurinn 30. ágúst í myndum

Eðalvagnar á Byggðasafninu á Garðskaga

Vitadagar í Suðurnesjabæ 2025 // Laugardagur á Garðskaga