Vel heppnaðir Vísis tónleikar á sjómannadaginn
Sjónvarp Víkurfrétta í Vísis-heimsókn í þætti vikunnar.
Með þeim á sviðinu voru valinkunnir hjóðfæraleikarar undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar og meðal gestasöngvara var enginn annar en Ragnar Bjarnason, konungur íslenskra sjómannalaga.
Til að minnast foreldra sinna hafa systkinin gefið út tvo hljómdiska. Nú kom út sjómannadiskurinn „Lögin hans pabba" en í tilefni af 80 ára afmæli Margrétar fyrir fimm árum gáfu þau út hljómdiskinn „Lögin hennar mömmu" með hennar eigin lögum. Báðir hljómdiskarnir voru til sölu í kirkjunni og víðar um helgina og allt andvirðið af sölunni rann til kirkjunnar í Grindavík, segir í frétt á grindavik.is
Sjónvarp Víkurfrétta tók hús á afmælisbarninu og ræddi við Pétur Pálsson um fyrirtækið og sjávarútveginn. Innslagið mun birtast í þætti vikunnar í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN og vf.is.