Vel heppnaðir tónleikar SGOR í 88 Húsinu
Vel heppnaðir tónleikar voru haldnir í 88 Húsinu í gærkvöldi.
Tónleikarnir voru haldnir af samtökunum SGOR sem eru samtök gegn ofbeldi í Reykjanesbæ. Forsprakki og stofnandi samtakana er Anna Albertsdóttir og sá hún og hennar fólk um skipulagningu og framkvæmd tónleikanna.
Hljómsveitirnar sem spiluðu í 88 Húsinu heita Æla, Tveir Leikmenn, Lokbrá, Mekstra og Exem. Fleiri myndir frá kvöldinu eru á www.88.is
Fleiri uppákomur eru á döfinni hjá SGOR og má glöggva sig á þeim og öðrum skipulögðum atburðum í dagskrá 88 Hússins, eða með því að smella hér.
Myndir af heimasíðu 88 Hússins