Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel heppnað konukvöld hjá Ragnheiði Elínu
Mánudagur 21. janúar 2013 kl. 10:32

Vel heppnað konukvöld hjá Ragnheiði Elínu

- Hanna Birna Kristjánsdóttir hvatti konur til að styðja Ragnheiði Elínu

Stuðningskonur Ragnheiðar Elínar komu saman í kosningamiðstöð hennar að Brekkustíg 39 sl. föstudagskvöld. Þar voru saman komnar konur af Suðurnesjum og víðar, með það að markmiði að skemmta sér og sýna frambjóðandanum stuðning í baráttu hennar um að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins sem fram fer nk. laugardag.

Kvöldið var ákaflega vel heppnað og fullt út úr dyrum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrv. borgarstjóri í Reykjavík hélt ræðu og hvatti konur í Suðurkjördæmi til að styðja Ragnheiði Elínu og til að hvetja allt sitt fólk til hins sama. Ragnheiður Elín hélt ræðu sömuleiðis þar sem hún þakkaði stuðninginn og hvatti gesti til að taka þátt í baráttunni með sér alla leið til sigurs fyrir sjálfstæðismenn í alþingiskosningunum í vor. Helga Möller, frænka Ragnheiðar, tók svo nokkur lög við góðar undirtektir.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá konukvöldinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024