Vel heppnað herrakvöld
- hjá körfuknattleiksdeild UMFG.
Herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG var haldið síðastliðið föstudagskvöld og óhætt er að segja að hátíðarhöldin hafi farið fram með glæsibrag. Matarveislan ein og sér hefði verið fullnægjandi ástæða fyrir því að mæta en skemmtiatriðin voru einnig fyrsta flokks. Sagt er frá þessu á vefsíðu Grindavíkurbæjar.
Herlegheitin fóru fram þetta árið á Sjómannastofunni Vör og komust færri að en vildu enda aðeins 100 miðar í boði. Matseldin var í höndum þeirra Jóns Gauta Dagbjartssonar og Péturs Péturssonar, sem eldaði ágæta mat þrátt fyrir að vera úr Keflavík. Buðu þeir kumpánar uppá dýrindis hreindýrabollur og saltfisk.
Ræðumenn kvöldsins voru þeir Hjálmar Hallgrímsson (UMFG), Sigurður Ingimundarson (Keflavík) og Teitur Örlygsson (UMFN). Lumuðu þeiri félagar á mörgum góðum sögum en þó er ekki er hægt að hafa smáatriði þeirraeftir hér á prenti.
Hápunktur kvöldins var svo uppboð á hinni goðsagnakenndu matarveislu körfuboltans, en Einhamar Seafood hreppti hnossið í fyrra. Í ár voru margir sem bitust um veisluna og fór að lokum svo að Jón Gauti seldi tvær veislur til þess að sem flestir gætu fengið að njóta.