Vel heppnað Bergásball
Bergásballið víðfræga fór fram í Stapa í gærkvöldi og var mætingin að venju framúrskarandi. Dansgólfið var þéttskipað og Stapinn undirlagður af hressu og kátu fólki sem skemmti sér hið besta. Ljósmyndari Víkurfrétta lét sig ekki vanta en óhætt er að segja að Bergásballið hafi farið vel fram. Næturvaktin hjá lögreglunni í Keflavík var róleg enda fólk saman komið í Stapann til að skemmta sér, hvað annað? Á morgun verður svo sett inn myndagallerý á vf.is frá Bergásballinu.
VF-myndir/ Jón Björn