Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vekja umhverfisvitund unglinga
Föstudagur 15. ágúst 2008 kl. 07:52

Vekja umhverfisvitund unglinga

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendur í Vinnuskóla Reykjanesbæjar tóku þátt í umhverfisverkefni í  sumar undir yfirskriftinni Betrumbætum bæinn. Verkefninu var ætlað að vekja umhverfisvitund unglinga í bæjarfélaginu.

Tveir leiðbeinendur og þrír nemendur Vinnuskólans tóku þátt í verkefninu sem fólst í því skoða ástand skilta í bæjarfélaginu, fjölda hraðahindrana og merkingar þeirra, bekki og  ruslatunnur í hverfum auk þess sem nemendur skoðuðu umhverfi sitt vel.

Nemendurnir höfðu afnot af myndavél og bíl í  fimm daga til að auðvelda vinnu við verkefnið. Verkefninu lauk með kynningu fyrir ráðamenn hjá bænum auk þess sem ljósmyndum og greinargerð var skilað til úrvinnslu.

 

Nemendurnir sögðust öll sammála um að þau litu umhverfi sitt öðrum augum eftir verkefnið. Verkefninu verður fylgt eftir næsta vor.

 

Mynd: Þátttakendur í verkefninu voru Ragna Þyrí Dögg Guðlaugsdóttir yfirmaður, Svarar James Kristjánsson leiðbeinandi, Ósk Jóhannesdóttir leiðbeinandi, Magnús Már Hallsson nemandi, Tanía Björk Gísladóttir nemandi og Jóhanna Sveinbjörg Áslaugsdóttir. Með þeim á myndinni eru Árni Sigfússon bæjarstjóri og Hafþór B.Birgisson tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar.