Veittu samfélagsstyrki í minningu látins sonar
Sigurður Ingvarsson rafvirkjameistari hjá SI raflögnum og fjölskylda úr Garðinum afhentu í gær nokkrum aðilum styrki til minningar um Sigurð Sigurðarson, sem fæddist 4. október 1970 og lést 22. desember 1985. Hann hefði því orðið 45 ára í gær hefði hann lifað.
Þetta var í 20. skipti sem fjölskylda Sigurðar gefur svo kallað leiðisgjald, en það er gjald sem greitt er fyrir jólaljós í Útskálakirkjugarði en Sigurður og fjölskylda sjá um tengingar á ljósum leiðiskrossa í kirkjugarðinum að Útskálum.
Í ár eru það eftirfarandi aðilar sem hlutu styrki:
Hæfingarstöðin sem fær 100.000 kr. styrk vegna skynörvunarherbergis.
Vinasetrið á Ásbrú fær Playstation 4 tölvu og sjónvarp.
Krabbameinsfélag Suðurnesja fær kaffivél í aðstöðu félagsins.
Kristín Erla Guðmundsdóttir, eiginkona Sigurðar Ingvarssonar, fagnaði 70 árum þann 13.desember sl. en hún afþakkaði gjafir af því tilefni og færði Íþróttafélaginu Nes peningaupphæð að fjárhæð kr. 300.000,- sem safnaðist í afmælisveislunni. Upphæðin fer í styrktarsjóð Nes.
Einnig styrktu SI raflagnir Fjölbrautaskóla Suðurnesja um 50.000 kr. vegna kaupa á rennibekk og Blái Naglinn fékk kr. 50.000 að styrk.