Veitt í sól og sumaryl
Veðrið lék við Suðurnesjamenn í gær og notuðu margir tækifærið til útiveru og var það eins gott því í dag rignir eins og hellt hafi verið úr fötu. Fjórir krakkar úr Keflavík fóru niður á smábátahöfn til að veiða og sleikja sólina í leiðinni. Veiðin tókst ágætlega og veiddu þau einn gómsætan fisk á grillið fyrir pabba og mömmu. Krakkarnir sögðu í samtali við Víkurfréttir að það væri alltaf verið að taka mynd af þeim að veiða og voru þau að vonum stolt af því að vera orðnir frægir veiðimenn.