Veitingastaður Bláa lónsins meðal þeirra bestu í heimi
Veitingastaður Bláa lónsins er í 44. sæti yfir bestu veitingastaði heims. Það er breska tímaritið Restaurant sem hefur veitt Bláa lóninu þessa atthyglisverðu viðurkenningu.Greinarhöfundur blaðsins lofar staðinn og hráefnið sem er notað og er það sagt vera frá fiskiþorpinu Grindavík. Fiskisúpa og gufusoðinn lax með sítrónu fá góða einkunn eins og útsýnið yfir lónið og fallega innréttaður staður. Þessir samverkandi þættir geri veitingastaðinn að eftirlætisveitingastað bæði baðgesta og heimamanna.