Veisla á Vocal með Friðriki V. um helgina
Um helgina verður mikli upplifun í mat og drykk á veitingahúsinu Vocal á Flughóteli þegar meistarakokkurinn Friðrik V. mætir á svæðið og matreiðir úr hráefni úr héraði. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, matreiðslumeistara á Vocal, verður m.a. matreitt úr léttsöltuðum línuþorski, steinbítskinn, skötusel og þá verður einnig matreitt úr hreindýri. Kristján lofar sannkölluðu sælkerakvöldi með Friðriki V. en örfá sæti eru laus í þessa matarveislu um helgina.
Þeir sem vilja tryggja sér síðustu sætin hafi samband við Flughótel í síma 421 5222 til að bóka í veisluna. Miðaverð er 6.900 kr. en 10.700 kr. með víni, en boðið verður upp á sérvalin vín með hverjum rétti.