Veiran kenndi okkur að fara í röð
Það er ýmislegt sem hefur breyst á veirutímum, ekki bara í tækni heldur líka mörgu öðru eins og biðraðamenningu. Íslendingar þóttu ekki mjög góðir í biðröðum fyrir tíma Covid-19. Nú er annað uppi á teningnum. Allir í röð og oftast nógu langt á milli fólks. Þessar biðraðir voru í vikunni við Byko og Póstinn. Allir rólegir og kurteisir að bíða eftir því að komast inn. VF-myndir/pket.