Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 16. desember 1999 kl. 23:40

VEIGAR MEÐ TÓNLEIKA

Veigar Margeirsson trompetleikari mun halda tónleika með léttum jóladjass, laugardagskvöldið 18. desember n.k. í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Veigar lauk sérnámi s.l. vor í kvikmyndatónsmíðum og býr nú í Los Angeles þar sem hann starfar við tónsmíðar og útsetningar. Á efnisskrá tónleikanna verða þekkt jólalög í útsetningum eftir Veigar. Hann hefur tvisvar áður haldið tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju og var húsfyllir í bæði skiptin. Hann segir að honum hafi alltaf langað til að leika jólalögin í léttum djassútsetningum og nú gefst Suðurnesjamönnum tækifæri til að lyfta sé upp í jólaamstrinu og hlýða á skemmtilegan jóladjass. Með honum leika Þórir Baldursson á píanó, Einar Scheving á trommur og Róbert Þórhallsson á bassa. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og miðaverð er kr. 1000. Miðasala verður við innganginn. Veigar verður einnig með tónleika í Tónlistarhúsinu í Kópavogi, sunnudaginn 19. desember kl. 20:30.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024