Veiðimenn framtíðarinnar í Sandgerði
Þrír litlir strákar voru með veiðibúnað sinn að eltast við síli í tjörninni við Sandgerði þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að í blíðunni. Þorbjörn Dagur, sá sem er næstur okkur á myndinni, sat á stórum steini og fylgdist með þeim Magnúsi og Jóni sem eltust við sílin í tjörninni.Jón var ekki sáttur við það að einhverjir kallar væru að trufla þá við veiðarnar og orðbragðið sem hann notaði hefði einhverntímann kallað á sápuþvott um munninn!
VF-mynd: Hilmar Bragi
Sérlegur bílstjóri: Jóhannes Kr. Kristjánsson :)
VF-mynd: Hilmar Bragi
Sérlegur bílstjóri: Jóhannes Kr. Kristjánsson :)