Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Veiðimenn farnir að eltast við makrílinn
Stoltur veiðimaður búinn að landa makríl – það getur verið gott að eiga góðan veiðifélaga sem aðstoðar við að ná spúninum úr kjafti bráðarinnar. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 3. ágúst 2023 kl. 06:15

Veiðimenn farnir að eltast við makrílinn

Eitthvað er farið að bera á makríl í Keflavíkurhöfn og ungir sem aldnir hafa tekið fram veiðistangir, klárir að láta reyna á veiðimannshæfileika sína.

Ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá höfninni þar sem fjöldi veiðimanna var búinn að koma sér vel fyrir á bryggjunni og kastaði í gríð og erg í von um að krækja í makríl í soðið. Engar áreiðanlegar aflatölur fengust en það var glaðst yfir öllu sem beit á spúninn og hjartað tók líka kipp þegar agnaldið greip í botninn – en látum myndirnar tala sínu máli, þær segja meira en mörg orð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veiðimenn eltast við makrílinn