Veiddu makríl í blíðunni
Töluvert mannlíf í góðviðrinu í gær.
Margir nýttu sér góðviðrisdaginn í gær og var töluvert mannlíf á götum Reykjanesbæjar og léttari brúnin á fólki en dagana á undan. Þegar blaðamann Víkurfrétta bar að garði við Keflavíkurbryggju voru nokkrir bæjarbúar að dorga. Flestir fengu markríl á krókinn, enda er krökkt af þeirri fisktegund við Íslandsstrendur um þessar mundir. Fulltrúar eldri kynslóða kenndu þeim yngri réttu tökin og sumir veiddu sér til gamans en aðrir til matar.
Þessar hjálpuðust að við að draga í land.
Vænn og fallegur makríll.
Þessi var reyndur og vanur dorgveiðum.
Menn voru einbeittir.
Þessi var pollrólegur á pollanum.
Þessar voru vini sínum til halds og trausts.
Bryggjan séð frá Pósthússtræti.
Makrílveiðibátur við veiðar rétt úti fyrir.
VF-myndir/Olga Björt