Veglegt afmælisblað Grindavíkur í maí
– tileinkað samfélaginu í bænum, atvinnu- og mannlífinu
Í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar verður gefið út veglegt afmælisblað í lok maí í. Blaðið mun verða tileinkað samfélaginu í bænum, atvinnu- og mannlífinu í allri sinni fjölbreyttustu mynd í veglegri útgáfu. Afmælisblaðið er samstarfsverkefni Grindavíkurbæjar og Víkurfrétta.
Það mun koma út 23. maí eða viku fyrir Sjóarann síkáta sem mun fá veglega kynningu í blaðinu. Því verður dreift í 25 þúsund eintökum inn á öll heimili á Suðurnesjum, í Hafnarfirði,á Suðurlandi, á helstu ferðamannamiðstöðvum og víðar.
Ábendingar um gott efni í afmælisblaðið eru vel þegnar á netfangið [email protected] eða [email protected].
Víkurfréttir munu jafnframt sjá um auglýsingasölu í afmælis- og kynningarblaðið.