Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Mannlíf

Veglegt 70 ára afmælisrit Njarðvíkinga
Viðar Kristjánsson, Hilmar Hafsteinsson og Svanhildur Eiríksdóttir við athöfnina í gær.
Þriðjudagur 2. desember 2014 kl. 13:50

Veglegt 70 ára afmælisrit Njarðvíkinga

Ungmennafélag Njarðvíkur gaf í gær út veglegt afmælisrit, í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Afmælisritið var formlega kynnt í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík í gær að viðstöddu fjölmenni. Í ritinu er farið yfir sögu félagsins í máli og myndum. Þar má finna fróðleg viðtöl við aðila sem komið hafa við sögu hjá félaginu sem og afreksmenn UMFN í gegnum árin. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem saga félagsins er fest á blað með slíkum hætti. Upplag er 4500 eintök og verður blaðinu dreift á öll heimili í Njarðvík á næstunni.

Verkefnið hefur staðið yfir í þrjú ár en ritnefndina skipuðu þau; Viðar Kristjánsson, Hilmar Hafsteinsson, Haukur Jóhannesson,  Ólafur Thordersen, Jón Bjarni Helgason og Guðjón Helgason heitinn. Svanhildur Eiríksdóttir ritstýrði blaðinu.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25