Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vegleg gjöf Lionsmanna til Velferðarsjóðsins
Laugardagur 21. desember 2019 kl. 07:09

Vegleg gjöf Lionsmanna til Velferðarsjóðsins

Lionsklúbbur Keflavíkur afhenti á dögunum Velferðarsjóði Suðurnesja styrk upp á 550.000 krónur til minningar um Árna Þór Þorgrímsson er lést þann 18. nóvember síðastliðinn. Hann var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í upphafi aðventu og fer vel á að afhenta styrkinn í hans nafni áður en jólahátíðin gengur í garð. Árni var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Keflavíkur þar sem hann lét til sín taka á vettvangi klúbbsins og starfaði ötullega að málefnum sem létu sér samfélagi varða í öll þau 65 ár sem klúbburinn hefur starfað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024