Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VefTV: Valdi fer vel með Bláu augun hans Gunna Þórðar
Föstudagur 7. nóvember 2014 kl. 09:49

VefTV: Valdi fer vel með Bláu augun hans Gunna Þórðar

Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fór einstaklega vel með perlu Gunnars Þórðarssonar, Bláu augun þín, í sjónvarpsþættinum Óskalög þjóðarinnar sem sýndur er á Rúv um þessar mundir. Í þættinum eru helstu lög hvers áratugar tekin fyrir hverju sinni og flutt af fremsta tónlistarfólki landsins. Keflvíkingurinn Valdimar söng gamla Hljómasmellinn síðasta laugardag óaðfinnanlega eins og honum einum er lagið, eins og sjá má hér að neðan. Þess má geta að hin keflvíska Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fer með umsjón þáttarins ásamt Jóni Ólafssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024